---Nokkur merki um að þú ert orðinn fullorðinn--- -----varúð getur verið skerí og sársaukafullur lestur----
1. Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
2. Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
3. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
4. Þú fylgist með veðurfregnum.
5. Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
6. Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
7. Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum
8. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum
9. Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því það er svo hressandi
10. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
11. Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka eða þungunarpróf.
12. Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur ágætiskaup
13. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma
14. "Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur" kemur í staðinn fyrir "ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið" 23. 90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
Palli tjáði sig 22:51
13.5.05
..jæja..
sko nú á amma ásta ammæli laugardaginn 14. maí, sama dag og forseti íslands, það er ekki endilega svo merkilegt en það sem ég tel gera þetta blogg hæft er að afi palli... eiginmaður ömmu ástu á ammæli 12. janúar, sama dag og hún Dorrit heit(a)kona(n) hans óla grís.. það tel ég vera nokkuð merkilegt og eiga þau því að gera byltingu og taka við völdum á bessastöðum með bessaleifi þjóðarinnar... bara svona ídea!
..annars er ég að læra undir síðasta prófið mitt og gengur það ekki alveg nógu vel. er alveg að klepra og skil ekki neitt í neinu. var búinn að plana að taka það upp í sumar en ætla að reyna við það núna og ef ég fell þá tek ég það bara hvort eð er upp í sumar svo það skiptir ekki öllu. Fékk vin minn til að hjálpa mér því þetta fag tengist svoldið því sem hann hefur lært... hefði nú betur átt að sleppa því..... hann fletti í gegnum glærurnar og sagði "þetta er svo auðvelt, þetta kanntu, þetta er pís of keik" .. ég var ekki alveg sammála og snappaði eftir að hann var búinn að fara yfir allt saman.. ekki alveg sáttur!!!!
...annars er ekkert títt, vinn þessa helgi og svo frí yfir júróvisíjón helgina.. jei!!.. svo byrja ég í fullri vinnu 29 maí.. er nú samt oftast fullur í vinnuni en það er greinilega ekki það sama..
en óver and át..
Palli tjáði sig 12:11
10.5.05
jæja....
..ítreka það að mig vantar smá auka vinnu.. eða það væri mjög ágætt svona peningalega séð..
annars var ég að lesa blaðið uppeldi og þar er ágæt vísa sem þið vinkonur mínar sem eruð ný orðnar mömmsur ættuð að undirbúa ykkur að kunna því börnin ykkar gætu spurt ykkur ,,var ég búin til í glasi eða ætleidd eða rídd?"
úr hvaða efni er ég smídd, af íslensku holdi eða þýdd? ég vita það vil því víst er ég til. er ég ætleidd, úr glasi eða rídd?
þá svarar pabbinn eða mamman úr ágætis efn' ertu smídd og kostunum bestu ertu prýdd. en eitt mátu vita: ég vann mér til hita, því gamaldags hátt varstu rídd.
Palli tjáði sig 16:50
9.5.05
.......veit einhver um svarta eða hvíta aukavinnu ??????????????
Palli tjáði sig 23:30
8.5.05
..jæja ég er að snappa...!!! múhagagagaGAGAGagagaagagagaga.....
2 prófin í röð drápu mig næstum því og núna er ég að fara í próf á morgun (mánudag) og er að frumlesa það núna... enda verið slappur og ónýtur síðustu daga... þetta verður versta önnin mín til þessa akkúrat þegar þessi önn er sú sem ég þarf mest að massa... læk a kong fú fætin... húhhh..!!!!
..ólafur kom heim með skakkan munn.. líklegast verið stunginn af býflugunni henni mæju mófó... var alveg einsog silvester stalon með svona bólgna vör.. svo mjálmaði hann ekki venjulega heldur "mjálfmmmm" svona þoglu mjáltur... greiið...
....hleypti ólafi út um daginn... krakkar í næsta garði (reyndar krakkar með bílpróf) náðu í hann og fóru að leika við hann...sem er ekkert nema gúddý..... svo kíki ég út þá er sá elsti að elta ólaf og að reyna að króa hann af og reynir einnig að hrækja á hann og öskrar "jesss ég hitti hann"... ég trompaðist.. öskraði á hann og hann vissi uppá sig sökina en reyndi að ljúga sig út úr þessu.. meina hvelja og hrekkja dýr... hvað er að fólki??? orðin 17 ára og eru að hvelja 6 mánaða gamlan kettling.. ég varð svo reiður og er það enn.. allir vita að ég gleymi engu sérstaklega ef einvher böggar mig eða mína og ég gaf þeim THE EVIL Æ!!! meina hvað er að fólki??? urghhh......
..jæja er farinn að læra... hvet alla að fara á kjarvalstaði að sjá sýninguna hans agga rasgathole og fleiri listanema... algjört möst..!!!
Palli tjáði sig 21:08
tilvitnun dagsins
dress slutty and shut up, that´s my motto. (Rosario í will og grace)