.. eins og þið flest vitið þá er ég Páll Einarsson nokkuð pólitískur. Ég hef verið það síðan ég var lítill gutti og flakkaði um Hafnarfjörð í hverjum bæjarstjórnarkosningunum og safnaði límmiðum og nælum frá hverjum flokki. Oftast fór ég með hellubrautargenginu tótu og bjössa. Við skreyttum hjólin okkar með allaballa, krata, íhalds og bændalímiðum....
... alþýðubandalagið var fyrstur í röðinni enda hús númer 2 á strandgötuni, svo kom alþýðuflokkurinn þar næst íhaldið og svo framsóknarflokkurinn sem hefur aldrei verið líklegur til stóra hluta fyrir utan eitt misseiri þegar allir áskrifendur vikunar kusu hann þar sem læknir að nafninu Þorsteinn njálson bauð sig fram og var sá læknir einnig þekktur fyrir væmna húsmæðrapistla í vikuni.
..ég man eftir að hafa sitið á fremsta bekk á gúttó og hlustað á ólaf ragnar messa yfir kommunum svo fór ég í alþýðuhúsið og fékk svala (sykurskertan eplasvala svona í gömlu rauðu fernunum) hjá jóni Baldvini... svo man ég eftir að sitja með stóra skál af grænum brjóstykur og hlusta á steingrím hermannsson... lítiill en pólitískur..
...ég hef alltaf verið jafnaðarmaður í húð og hár og uppeldið á mínu heimili var í anda jafnaðarstefnunar. Þegar ég var 16 ára þá fór ég á skrifstofu Alþýðuflokksins og skráði mig í flokkinn. Ég starfaði fyrir flokkinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1999 og var það dýrmæt reynsla fyrir mig. Svo gekk ég í samfylkinguna í alþingiskosningunum 1999 og er þar en..
...ég er byrjaður að skirfa greinar á vefritið www.politik.is og finnst það nokkuð krefjandi. Svo fór ég síðustu helgi í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar sem var mjög gagnlegur og áhugaverður og ókeypis eins og öll skólastig eiga að vera. Þar kynntist ég góðu fólki sem dreif mig í stjórn ungra jafnaðarmanna í reykjavík og var kosinn í hana 6. mars. Það eru spennandi tímar framundan þar sem vinstri grænir hafa rétt sjálfstæðisflokknum borgina og gegnið á bak við öll þeirra helstu málefni... kannski er það satt sem sagt er að Vinstri hreyfingin grænt framboð vill vera á móti og vill vera í andstöðu?...kannski hræddir að þurfa að standa við loforð?
..en samfylkingin mun ekki gefa borgina eftir og mun berjast til síðasta manns enda er flokkurinn að mælast með 6 til 7 manns og ég held að muni aukast... meina komm onn vill fólk kerfis kallinn hann villa þ. ?
..annars voru þetta bara pælingar stráks með kvef...
Palli tjáði sig 10:07
5.3.06
..jæja...
....Karla hafa ekki jafn mikla möguleika og konur á að nota fylgihluti...
...reyndar nota margir karlar konur sem fylgihluti...
Palli tjáði sig 17:56
tilvitnun dagsins
dress slutty and shut up, that´s my motto. (Rosario í will og grace)