<$BlogRSDUrl$>

Maístjarnan

...góna og mæna...

   Fólk
anton
aggi
anna
árni
anna puki
ásgeir
björg
catia
egill-atvr
egill
elísa
elva
erla
eva
eva grýla
Fanney
guðbjörg
hildur
hrabba
hress
iddapidda
júlla
júlía-ujr
Kristján
maggi-ujr
mía
ordid á götuni
sigurbjörg
sólrún
Sunna
tómas
tinna
tóta
vignir
 
   Pólitík
Alþingi
amnesty international
bbc news
háskóli íslands
kreml
ungir jafnaðarmenn í Rvk
morgunblaðið
röskva
samfylkingin
Samfylkingin í HFJ
samfylkingin í RVK
samtökin 78
ungir jafnaðarmenn
 
   jafnaðarmenn
Ágúst
ásta ragnheiður
jóhanna sigurðardóttir
Mörður
össur

 

 

 

3.1.07


...jæja..

...alltaf er fallegt að kveðja gamla árið og fagna því nýja. reyndar var sóðaskapurinn eftir sprengingarnar ekki eins fallegur. svo var svo mikið logn að ég gat varla tekið myndir vegna svifryksmengunar. svo voru öldruð hjón í garðabænum sem gáfust upp og flúðu með stóla og kaffibolla inn á baðherbergi og hringdu í 112 og spurðu hvenær óskupunum myndi nú ljúka. skiljanlega var fátt um svör. ég hefði nú sagt að ég héldi að þessum ósköpum myndi ljúka rétt eftir miðnætti...

...


Palli tjáði sig 14:56

  
31.12.06

..gleðilegt ár og takk kærlega fyrir það gamla og góða..



..það er dimmt í palla landi nú í lok árs. Ólafur sem týndist um morguninn 23 desember fannst dáinn 28. desember. ég var búinn að leita að honum nótt og dag og var farinn að gruna það versta þar sem ólafur er mjög heimakær og er ekki mikið fyrir að það ráfa langt frá leifsgötunni sinni. hann fæddist 22. nóvember 2004 og dó 23. desember 2006. mánuði eftir 2 ára afmælið sitt.

...ég vaknaði um 8 leitið við símtal frá vaktmanni landsspítalans háskólasjúkrahúss. hann kynnti sig og sagðist hafa fundið ólaf. ég brosti, hélt nefnilega í þá von að hann hefði lokast inni í einhverri byggingu landspítalans og mundi finnast í byrjun vinnuvikunar. hann sagði svo með djúpri röddu að hann væri dáinn. hjartað mitt hætti að slá, það dó. eins og að fá ör í gegnum það. sársaukinn var mikill. ég spurði hvort ég mætti ná í hann og sagði hann það sjálfsagt. ég hringdi í vin minn og lét hann vita og bað hann að keyra mig. ég reyndi að halda tárunum aftur.

..ég fór með vini mínum á landspítalan og hitti þar vaktmann. virkilega almennilegur maður. hann sýndi mér hvar ólafur væri og benti á gulan þykkan poka. við hliðina á pokanum var ólin hans í littlum plaspoka. ég sá í gegnum þennan gula poka móta í fallega en blautan feldinn hans ólafs sem var engu öðru líkur. eini feldurinn sem ég hef séð með hjartalöguðu mynstri.

.. ég fór með hann upp í víðidal en bað vin minn fyrst að keyra leifsgötuna hægt. vildi fá að fara með honum götuna. hversu oft var hann að elta mig mjálmandi þegar ég fór í strætó svo ég þurfti að snúa við og fara með hann heim og missti því oftar en ekki af strætónum. við komu á víðidalinn fékk ég ekki bestu þjónustu sem ég hefði viljað við þessar aðstæður. ég pantaði að hann yrði brenndur sér. svo bað ég afgreiðslukonuna hvort hún gæti tekið hann úr pokanum og vafið hann í teppið sitt svo ég gæti séð hann í síðastaskiptið.

..ég og vinur minn löbbuðum inn gang. fólk labbaði fram hjá honum og var nokkur erill enda spítali. þar sá ég ólaf á borði. vafinn í teppi. hún sagði mér nokkuð ósmekklega að ekkert vera að lyfta teppinu þar sem hann væri "allur fóbrotinn og illa farinn"... þarna lá ólafur minn, blautur, með opinn augu og aðra loppuna út úr teppinu. ekekrt líf í augunum hans, loppan hvít. ég sagði "elsku kallinn minn". ég var ánægður að sjá hann en sársaukinn var mikill. ég hélt um loppuna enda fannst honum og mér það gott þegar hann fór að sofa að ég héldi um loppuna. hann malaði þá sem hæst og opnaði loppuna svo ég gæti klórað honum inn í henni. en nú var ekkert mal, ekkert líf. ég signaði hann og fór með faðir vorið. grét mikið en fannst óþægilegt að sjá til fólksins sem labbaið fram hjá. erfitt að vera svona berskjaldaður fyrir framan ókunnuga. ég kvaddi hann fallega og fór.

..síðustu dagar hafa verið erfiðir og hafið þið vinir mínir reynst mér ómetanlegir. styrkurinn, stuðningurinn og hlýjan hafa reynst mér vel. sumir hafa sagt þetta er nú bara köttur. en ólafur var ekki bara köttur, hann var gleðigjafinn minn. það er tómlegt að búa einn og þegar ólafur kom til mín þá varð leifsgatan líflegri jafnvel þó að hann saf oft heilu dagana. tómlegt er nú í palla landi. ég er mikil félagsvera þó að einveran sé fín þá er hún ekki holl til lengdar. en hversu gott það er að hafa fengið hann aftur þó að það sé sárt þá er svo gott að vita hvar hann ólafur minn er.

..ég vissi að hann hafði ekki farið langt enda fannst hann við eiríksgötu 19, í kjallartöppum beinbortinn og illa farinn. hefur líklegast orðið fyrir bíl og hlupið í skjól í hræðslu sinni. hann hefur verið upptekinn af leik og gleymt að horfa til hægri og vinstri.

..askan hans ólafs er komin heim. ólafur er heima hjá mér og ég veit hann fylgir mér alltaf. barnatrúin mín er sterk og hefur gert mig að þeim eisntaklingi sem ég er. viknona mín benti mér á fallegt ljóð og ég er búinn að þýða hluta úr því hér:

"öll dýr sem hafa verið veik og gömul fá fulla heilsu og kraft. þau sem voru meidd eða bækluð verða sterk á ný. eins og við mundum eftir þeim í draumum okkar. dýrin eru glöð og ánægð...fyrir utan eitt... þau sakna öll einhvers sem er mjög sérstakur, einhver sem varð að verða eftir"


..hlakka til að sjá ykkur á nýju ári.


Palli tjáði sig 20:39

  
   tilvitnun dagsins
dress slutty and shut up, that´s my motto. (Rosario í will og grace)
 
   Kosningar 2006
Ungir jafnaðarmenn í RVK
Samfylkingin RVK
Samfylkingin HFJ
 
  Gamana gaman
færeysk findni
baggalútur
b2
bíó beint í tölvuna
 
   Hjálp
edrú
læknirinn
persóna
 
   Gamalt og gott
01/12/2002 05/01/2003 04/01/2004 11/01/2004 18/01/2004 25/01/2004 01/02/2004 08/02/2004 15/02/2004 22/02/2004 29/02/2004 07/03/2004 14/03/2004 21/03/2004 28/03/2004 04/04/2004 11/04/2004 18/04/2004 25/04/2004 02/05/2004 09/05/2004 16/05/2004 23/05/2004 30/05/2004 06/06/2004 13/06/2004 20/06/2004 27/06/2004 04/07/2004 11/07/2004 18/07/2004 25/07/2004 01/08/2004 08/08/2004 15/08/2004 22/08/2004 29/08/2004 05/09/2004 12/09/2004 19/09/2004 26/09/2004 03/10/2004 10/10/2004 17/10/2004 24/10/2004 31/10/2004 07/11/2004 14/11/2004 21/11/2004 28/11/2004 05/12/2004 19/12/2004 26/12/2004 02/01/2005 09/01/2005 16/01/2005 23/01/2005 30/01/2005 27/03/2005 03/04/2005 10/04/2005 17/04/2005 24/04/2005 01/05/2005 08/05/2005 15/05/2005 25/09/2005 02/10/2005 09/10/2005 23/10/2005 30/10/2005 06/11/2005 13/11/2005 20/11/2005 27/11/2005 04/12/2005 11/12/2005 18/12/2005 25/12/2005 01/01/2006 08/01/2006 15/01/2006 22/01/2006 05/02/2006 12/02/2006 19/02/2006 05/03/2006 12/03/2006 19/03/2006 26/03/2006 02/04/2006 09/04/2006 16/04/2006 23/04/2006 30/04/2006 07/05/2006 14/05/2006 21/05/2006 28/05/2006 04/06/2006 11/06/2006 18/06/2006 02/07/2006 09/07/2006 23/07/2006 06/08/2006 20/08/2006 27/08/2006 03/09/2006 10/09/2006 17/09/2006 24/09/2006 01/10/2006 08/10/2006 15/10/2006 22/10/2006 29/10/2006 05/11/2006 12/11/2006 19/11/2006 26/11/2006 03/12/2006 10/12/2006 17/12/2006 24/12/2006 31/12/2006 07/01/2007 14/01/2007 29/04/2007

This page is powered by Blogger. Isn't yours?