..jæja...
..Vilhjálmur borgarstjóri ætlar að gefa Reykvíkingum "jólagjöf" þar sem þetta eru fyrstu jólin hans sem borgarstjóri og um að gera að skattleggja okkur Reykvíkingana svo að meirihlutinn í borgarstjórnn geti nú haft það gott um jólin, það eru nú þeir sem eiginlega minna meiga sín í þessu samfélagi. ekki satt?
enda eru þeir nú á skelfilegum launum...
hérna koma "jólagjafirnar" hans Vilhjálms
Hækkanir á barnafjölskyldur: 1. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%. 2. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%. 3. Gjaldskrá fyrir frístundaheimili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu. 4. Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20%. 5. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%. 6. Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%.
Hækkanir á eldri borgara: 1. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu aldraðra hækkar um 8,8%. 2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%. 3. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um 9,2-9,6%.
þeir ríkustu verða ríkari og þeir sem eru aldraðir, börn, barnafjölskyldur eða námsmenn eiga að blæða svo að aðalinn hafi það nú gott...
...sér einhver eftir því að hafa kosið íhaldið og framsókn?
Palli tjáði sig 20:09
|