Samfylkingin fékk 4 menn í borgarstjórn Reykjavíkur. Ég vonaðist eftir 5 mönnum en kannski var það óskhyggja. Það skal þó hafa í huga að þetta er einungis í annað skipti sem flokkur vinstra megin við miðju fær jafn mikið fylgi í borgini. Ég er að vísu mjög svekktur að Oddný Sturludóttir hafi ekki komist inn þar sem ég tel að hún sé mikill fengur fyrir Reykvíkinga og að við eigum inni þennan fimmta mann.
Þetta er ekki heldur mikill sigur fyrir Sjálfstæðismenn þar sem þeir fengu einungis 307 fleiri atkvæði nú en fyrir 4 árum og er þetta önnur versta útkoma flokksins í Reykjavík frá upphafi. Framsóknarflokkurinn eða exbé galt afhroð víðsvegar um land og þá sérstaklega hérna í höfuðborginni sem er kjördæmi forsætisráðherrans. Þeir fengu 6,25% atkvæða í borginni og bak við það eru einungis um 4000 atkvæði. Pælið í því að hafa forsætisráðherra sem varla nokkur maður hefur kosið. En hvað gerir sjálfstæðisflokkurinn? Þeir gera það sama og í stjórnaráðinu láta þennan litla flokk fá völd sem er í engu samræmi við það atkvæða magn sem hann hefur bak við sig. Frjálslyndir héldu sínum manni og vinstrigrænir fengu 2 og voru með 2 menn fyrir svo það er bara viðunandi fyrir þá, enginn stór sigur.
Reyndar vil ég segja eitt. Ég hef verið mikill fylgismaður R-listans sáluga og er nokkuð sár að hann sé nú "dáinn" og verður ekki vakinn upp aftur sama hvað hver segir. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna sagði það ekki vera útilokað að R-listinn yrði lífgaður við, kannski þar sem hún áttar sig á því að græðgi græningjana hefði verið of mikil.
Svo er verið að skella skuldinni vegna upplausnar R-listans á Ingibjörgu Sólrúnu því að þegar hún hafi farið þá hafi Vinstri grænir ekki getað verið lengur í R-listanum. Ég tel það vera fjarstæðukennt því Vinstri grænir voru ávallt að kvarta undan þessari svokölluðu persónudýrkun á Ingibjörgu, svo það þarf enginn að segja mér að það hafi verið ástæðan.
Ef þessir 3 flokkar sem stóðu að R-listanum hefðu boðið fram saman núna hefðu þeir fengið 47% og 8 menn og því hreinan meirihluta einungis um 5% minna en R-listinn var með fyrir 4 áru. Ég tel að það hefði ekki átt að slíta R-listanum fyrr en borgarbúar hefðu hafnað honum. Kjörsóknin um síðustu helgi var hræðileg í Reykjavík eða um 77% og hefur hún ekki verið það slæm síðan í seinna stríð. Við Íslendingar höfum ávallt verið stoltir af hversu margir nota þennan mikilvæga rétt sinn til að kjósa. Ég tel að Reykvíkingar hafi ekki verið ánægðir með það val sem var og hefðu líklegast kosið R-listann þar sem margir hafi ekki kosið annað í síðustu 3 sveitarstjórnarkosningum og það hafi verið það afl sem hefur skapað þá góðu borg sem við búum í.
En græðgi Vinstri grænna var of mikil. Þeir slitu samstarfinu í von um eitthvað stærra og betra og það eina stærra og betra sem þeir fengu er að vera í minnihluta í Reykjavík og tapa áhrifum sínum inn í Landsvirkjun. Ekki slitu Vinstri grænir samstarfinu þegar Kárahnjúkavirkjun var samþykkt en þegar Ingibjörg fór þá var þeim nóg boðið. Á einhver maður að trúa því að Ingibjörg Sólrún skipti meira máli en náttúrusjónarmið Vinstri grænna? Kannski eru það ekki ýkjur að fólk talar um að vinstri grænir vilji bara vera á móti öllu. Ef svo er þá verða þeir alla veganna á móti í minni hluta Reykvíkinga næstu 4 ár.
Palli tjáði sig 08:56
tilvitnun dagsins
dress slutty and shut up, that´s my motto. (Rosario í will og grace)